Fálkinn flaug eins og herforingi á Stórhöfða

Nafnarnir á Höfðabóli í gær þar sem sá sem í …
Nafnarnir á Höfðabóli í gær þar sem sá sem í búrinu var fékk frelsið að nýju. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

„Þetta er fallegasti fálki sem ég hef nokkru sinni séð; vel haldinn og fallega hvítur. Var greinilega frelsinu feginn þegar hann blakaði vængjum og stefndi suður á Stórhöfða,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður.

Honum var í gær fengið það hlutverk að sleppa nafna sínum, Grænlandsfálka sem Ágúst Halldórsson, vélstjóri á Álsey VG, fangaði á hafi úti hinn 18. nóvember síðastliðinn. Þegar í land var komið fór Ágúst með fuglinn heim og gaf honum nafnið Árni Johnsen.

Í gær var svo farið heim til þingmannsins fyrrverandi að Höfðabóli í Vestmannaeyjum og þaðan tók fálkinn flugið, að því er fram kemur í umfjöllun um sleppingu fálkans í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert