Stuttnefjur stráfelldar við Grænland

Stuttnefjan er stráfelld við Grænland á veturna.
Stuttnefjan er stráfelld við Grænland á veturna. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson

Íslenskar stuttnefjur hafa verið veiddar í stórum stíl við Vestur-Grænland á veturna. Stuttnefja er svartfugl og mjög lík langvíu í útliti, en með styttri gogg eins og nafnið bendir til.

Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna við Náttúrustofu Suðurlands, segir í samtali við Morgunblaðið að stuttnefjur hafi verið veiddar í hundraða þúsunda tali á hverjum vetri við Grænland þegar veiðin var mest.

„Helmingurinn af þessum stuttnefjum sem eru veiddar við Grænland yfir veturinn er íslenskur,“ segir Erpur. „Þarna hefur verið stunduð gegndarlaus ofveiði. Þeir hafa verið að slátra stuttnefjunum okkar.“ Í fréttaskýringu um þessa veiði í Morgunblaðinu í dag telur Erpur að vetrarveiðarnar við Grænland séu ein af ástæðum mikillar fækkunar stuttnefju hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert