Laun biskups hækka

Agnes M. Sigurðardóttir biskup.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Frá og með 1. janúar 2017 skulu mánaðarlaun biskups verða rétt tæpar 1,2 milljónir króna auk 40 fastra yfirvinnueininga. Hver eining er 9.572 krónur og laun biskups því alls 1.553.323 krónur á mánuði. Þetta er samkvæmt úrskurði kjararáðs.

Kjararáði barst bréf dagsett 20. ágúst 2015 frá biskupi Íslands. Í bréfinu er þess óskað að kjararáð endurmeti launakjör biskups Íslands með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins.

Segir í bréfinu að biskupsembættið sé eitt af æðstu embættum landsins og skipi forseti Íslands í það embætti.

Með ákvörðun kjararáðs frá 19. júní 2007 voru laun biskups Íslands felld að sömu launatöflu og gilti fyrir aðra embættismenn sem kjararáð ákveður laun, en áður heyrði undir Kjaradóm að ákveða biskupi laun.

Launahækkun biskups er afturvirk til 1. janúar 2017 og fær biskup því eingreiðslu upp á 3,2 milljónir fyrir árið um næstu mánaðamót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert