Guðni gerður að heiðursdoktor

Guðna þykir vænt um nafnbótina.
Guðna þykir vænt um nafnbótina. Mynd/Forseti Íslands

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var í gær gerður að heiðursdoktor við Queen Mary, University of London. Guðni stundaði þar doktorsnám og lauk prófum árið 2004, en doktorsritgerð hans fjallaði um fiskveiðideilur á Norður-Atlantshafi 1948 til 1964.

Guðni stóðst ekki mátið og vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Sagði að sér þætti vænt um þessa skemmtilegu nafnbót. Yngsti sonur forsetans var með í för og var honum stoð og stytta.

Forsetinn var sæmdur heiðursnafnbótinni við útskrift nemenda úr skólanum í gær og flutti hann stutt ávarp þar sem hann minnti á mikilvægi menntunar og sérfræðiþekkingar, en þó yrði að hafa í huga takmörk þekkingar og nauðsyn þess að hlusta á ólki sjónarmið og nálganir á viðfangsefni.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert