Frúnni vart flogið meir

Þegar síðast gaus í Eyjafjallajökli svaf Ómar Ragnarsson á svæðinu …
Þegar síðast gaus í Eyjafjallajökli svaf Ómar Ragnarsson á svæðinu og öskufallið leyndi sér ekki. mbl.is/RAX

Frúin og Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður með meiru, hafa verið nær óaðskiljanleg í áratugi en fyrir tæplega fjórum árum skildi leiðir og telur Ómar að sambandið verði ekki endurvakið vegna mikils kostnaðar.

„Ég hef ekki flogið henni í þrjú ár, en síðustu fjögur árin sem hún flaug kostuðu bara ársskoðanir á henni sex milljónir króna.“

Ómar hefur átt fimm flugvélar sem borið hafa nafnið TF-FRU. „Ég heiti ekki arabísku nafni fyrir ekki neitt,“ segir hann og hlær dátt. Fyrstu Frúna, Skyhawk, eignaðist hann í ársbyrjun 1971 og átti hana í um átta ár.

Sjá viðtal við Ómar Rangarsson í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert