Bodø leysir Herjólf af

Bodø á siglingu.
Bodø á siglingu.

Vegagerðin hefur samið við norskt ferjufélag um leigu á bílferjunni Bodø til að sigla til Vestmannaeyja á meðan gert verður við gír Herjólfs.

Skipið er stærra og hraðskreiðara en Herjólfur en er ekki með klefa og kojur fyrir farþega, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að stefnt sé að því að Bodø hefji siglingar 24. eða 25. janúar og þjóni siglingaleiðinni í þá 14-16 daga sem áætlað er að viðgerð Herjólfs taki en hún fer fram í Danmörku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert