Spá hríðarveðri og mögulegri blindu

Hríðarveðri með blindu og mögulegri ófærðer er spáð norðaustanlands frá …
Hríðarveðri með blindu og mögulegri ófærðer er spáð norðaustanlands frá Eyjafirði og austur um á Austfirði mbl.is/Þorgeir

Hálka eða snjóþekja er á Austurlandi og einnig éljagangur og skafrenningur sumstaðar. Hálka og hálkublettir eru á Suðausturlandi.

Norðaustanlands frá Eyjafirði og austur um á Austfirði er spáð hríðarveðri með blindu og mögulegri ófærð frá því síðdegis og fram á kvöld. Norðanátt 15-18 m/s svo sem á Möðrudalsöræfum og Fjarðarheiði. 

Þá vara Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi

Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum á Suður- og Suðvesturlandi í dag. Eins er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Vesturlandi. Nokkuð hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja og sums staðar skafrenningur og él. Þæfingsfærð og stórhríð er á Klettshálsi en ófært norður í Árneshrepp sem og yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi og víða éljagangur austan Tröllaskaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert