Bændurnir hjálpuðu til á slysstað

Alvarleg meiðsl urðu á rútufarþegum.
Alvarleg meiðsl urðu á rútufarþegum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir bændur frá Hunkubökkum aðstoðuðu viðbragðsaðila við að ná tveimur slösuðum rútufarþegum undan rútunni sem fór út af vegi vestan við Klaustur fyrir hádegi í morgun. 

Í samtali við mbl.is staðfestir Björgvin Harðarson, annar bændanna tveggja, þetta og segir þá hafa aðstoðað slökkviliðið frá Vík og Kirkjubæjarklaustri og björgunarsveitina Kyndil frá Kirkjubæjarklaustri við að ná tveimur undan rútunni.

Þrír sjúkrabílar og tveir slökkvibílar eru á vettvangi og ein þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á slysstað fyrr í dag. Að sögn Björgvins eru sjúkrabílarnir ekki farnir af vettvangi og eru þeir því að hlúa að slösuðum á slysstað. 

Líkt og fram kom í fyrri frétt mbl.is um málið voru á milli 40 og 50 manns í rútunni og eru einhverjir þeirra alvarlega slasaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert