Safna fyrir Karl sem glímir við krabbamein

Karl hefur farið í 12 lyfjameðferðir og tekist hefur að …
Karl hefur farið í 12 lyfjameðferðir og tekist hefur að stöðva útbreiðslu krabbameinsins.

Karl Jónsson, vörubílstjóri og sjómaður, hefur barist við krabbamein í brisi og lifur frá því í maí á síðasta ári. Læknar hafa sagt krabbameinið ólæknandi en Karl og konan hans, Anna Wojtowicz, eru ekki tilbúin að gefast upp. Þau hafa leitað leiða og meðferða fyrir Karl og fundu meðferð í Noregi sem virðist virka. Hann er nú búinn að fara í 12 lyfjameðferðir og tekist hefur að stöðva útbreiðslu krabbameinsins.

Mikil útgjöld fylgja hins vegar krabbameinsmeðferðinni og hafa ættingjar og vinir hjónanna því hafið söfnun til að létta undir með þeim.

Karl og Anna eru búsett í Póllandi eins og er, en þar gengur yngsta dóttir þeirra í skóla. Hann er hins vegar, líkt og áður sagði, í meðferð í Noregi og þarf því að ferðast reglulega á milli landanna. Anna segir í facebookfærslu sem hún birti að ferðakostnaðurinn sé stór hluti af mánaðarlegum útgjöldum þeirra. Þar fyrir utan er meðferðin sjálf kostnaðarsöm.

Anna þurfti að hætta að vinna til að geta sinnt Karli og er eina innkoma fjölskyldunnar í augnablikinu því sjúkradagpeningar hans.

Þeir sem vilja styðja fjölskylduna geta lagt inn á reikning, annaðhvort hér á landi eða í Póllandi:

Reikningsnúmer í Póllandi: 
97 1160 2202 0000 0001 9499 9128

Reikningsnúmer á Íslandi: 
0111-26-015699, kt 310870-2269 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert