Hefur söguritun fyrir 20 ára afmæli VG

Vinstri hreyfingin – grænt framboð var formlega stofnuð 6. febrúar …
Vinstri hreyfingin – grænt framboð var formlega stofnuð 6. febrúar 1999 í þeim tilgangi að sameina vinstrisinna og náttúruverndarsinna í einn flokk fyrir kosningarnar sem fram fóru 8. maí 1999. Hér má sjá Steingrím J. Sigfússon á framboðsfundi fyrir tæpum 19 árum. mbl.is/Kristján

Vinstri hreyfingin – grænt framboð fagnar 19 ára afmæli í dag, en hún var formlega stofnuð 6. febrúar 1999 til að sameina vinstrisinna og náttúruverndarfólk fyrir þingkosningar 8. maí 1999.

Á stjórnarfundi VG síðastliðinn föstudag var samþykkt að ráðast í ritun sögu flokksins fyrir 20 ára afmælið á næsta ári. 

Fram kemur í tilkynningu, að ritnefnd komi saman á næstunni og velji sagnfræðing til að starfa að sögurituninni. Stefnt er að því að sagan komi út á bók og boðin verði áskrift að henni.

Í sínum fyrstu kosningum fékk flokkurinn 9,1 prósent atkvæða. Í dag leiðir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, ríkisstjórn Íslands og er VG með þrjá ráðherra, forseta Alþingis og ellefu manna þingflokk á Alþingi, en flokkurinn fékk 16,9 prósent atkvæða í alþingiskosningum í haust, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert