„Þetta lyktar af einhverri pólitík“

Íslandsbankahúsið að Kirkjusandi
Íslandsbankahúsið að Kirkjusandi mbl.is/Ómar Óskarsson

Annar höfunda Íslandsbankahússins á Kirkjusandi, eins og það stendur í núverandi mynd, er ósáttur við framferði Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem hafði ekkert samráð við hönnuði hússins áður en hann lét teikna hugmyndir að endurgerð hússins í upprunalegri mynd en hugmyndirnar kynnti Dagur á íbúafundi í Laugardal í síðustu viku.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu  í dag segir Örnólfur Hall arkitekt ekkert samráð hafa verið haft við sig eða Ormar Þór Guðmundsson sem hönnuðu breytingar sem gerðar voru á húsinu fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga árið 1988.

Örnólfur kveðst hafa fengið þau skilaboð frá bankanum að engin áform séu uppi um að rífa húsið eins og staðan er í dag og jafnvel komi til greina af hálfu bankans að ráðast í viðgerðir á því. „Borgin og borgarstjóri hafa engan rétt til að ráðskast svona með húsið án samráðs við bankann,“ segir Örnólfur, sem vandar borgarstjóra og arkitektum stofunnar Kurt og Pí sannarlega ekki kveðjurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert