Bílar ranglega skráðir yngri

Félag íslenskra bifreiðaeigenda vill breyta skráningarreglum.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda vill breyta skráningarreglum. mbl.is/Árni Sæberg

„Það skiptir auðvitað máli hvort þú ert að kaupa bíl frá 2008 eða 2010. Hann getur hafa staðið í tvö ár. Það getur verið í góðu lagi ef þú færð að njóta þess í formi verðs. En þú vilt vita að bíllinn sé af þessari framleiðslulínu.“

Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Brögð eru að því að skráning bifreiða hér á landi gefi til kynna að þær séu yngri en þær eru í raun, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Lesandi hafði samband við Morgunblaðið nýverið og kvaðst hafa rekist á KIA-bifreið sem skráð væri árgerð 2010 en við athugun kom í ljós að hún var framleidd 2008.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert