Fara saman í Kópavogi

Theodóra Þorsteinsdóttir
Theodóra Þorsteinsdóttir mbl.is/Styrmir Kári

„Við munum bjóða fram sameiginlegan lista með Viðreisn í Kópavogi,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Í samtali við Morgunblaðið staðfestir Theodóra að hún muni leiða sameiginlegan lista Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þá mun Einar Þorvarðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri HSÍ, skipa annað sæti listans.

„Það hefur verið tekin ákvörðun um að ég muni leiða listann. Viðreisn mun síðan skipa Einar í annað sæti listans,“ segir Theodóra og bætir við að uppstilling á listann sé nú í fullum gangi. „Við í Bjartri framtíð vorum langt komin með að stilla upp öllum listanum þegar Viðreisn óskaði eftir samstarfi. Við erum nú í þeirri vinnu að stilla upp sameiginlegum lista sem gengur mjög vel,“ segir Theodóra í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert