Íslendingar byrjaðir að fara út að plokka

Um leið og sólin fór að láta sjá sig fór …
Um leið og sólin fór að láta sjá sig fór þessi mömmuhópur í Hafnarfirði að tölta með tilgang og hreinsa rusl.

Landsmenn hafa tekið upp nýjan heilsusamlegan og umhverfisvænan sið sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar.

Að plokka snýst um að tína upp rusl á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Einar Bárðarson stofnaði nýverið Facebook-síðuna Plokk á Íslandi.

„Það er stórkostlegt að sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvitund, ánægjan af því að fara út og hreyfa sig verður margfalt meiri með því að gera það með þessum hætti,“ segir Einar í umfjöllun um sið þennan í Morgunblaðinu í dag.


 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert