Biskup ræðir þjóðmálin

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, verður fyrstu gestur Þingvalla, nýs …
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, verður fyrstu gestur Þingvalla, nýs þjóðmálaþáttar sem hefur göngu sína á K100 í dag, páskadag.

Agnes M. Sigurðardóttir er fyrsti gestur þjóðmálaþáttarins Þingvellir, sem hefur göngu sína á K100 í dag, páskadag, klukkan tíu. 

Björt Ólafs­dótt­ir, formaður Bjartr­ar framtíðar, og Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, munu skipta með sér þáttastjórn. Þátturinn verður á dagskrá alla sunnudaga. 

Póli­tík og mál­efni líðandi stund­ar verða í for­grunni í forgrunni í þáttunum. Nýju þátta­stjórn­end­urn­ir eru spennt­ir fyr­ir verk­efn­inu og eru sam­mála um að hlut­irn­ir verða rædd­ir á manna­máli.

Fyrsti þátturinn hefst sem fyrr segir klukkan tíu í dag og þar mun Björt ræða við biskup um gildi trú­ar í nú­tíma­sam­fé­lög­um, #met­oo-bylt­ing­inuna og hvernig hlut­irn­ir eru að fær­ast í átt að nú­tím­an­um, svo fátt eitt sé nefnt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert