Spurði ítrekað hvort borgarfulltrúi væri með Alzheimer

Elsa Hrafnhildur Yeoman
Elsa Hrafnhildur Yeoman mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég var ítrekað spurður af Elsu Yeoman á fundinum, hvort ég væri með Alzheimer,“ sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Hann gagnrýndi í borgarstjórn 8. maí sl., fundarstjórn Lífar Magneudóttur, og ósæmilega framkomu fulltrúa meirihlutans á fundi forsætisnefndar borgarstjórnar 5. maí sl.og óskaði eftir viðbrögðum borgarstjóra.

Kjartan sakaði meirihlutann í forsætisnefnd um að ritskoða tillögur sínar á fundi forsætisnefndar 5. maí sl., en fulltrúar meirihlutans í nefndinni hefðu skrökvað að engin mál utan ársreikningur kæmust á dagskrá borgarstjórnarfundarins 8. maí skv. hefð, eftir að forsætisnefnd varð efni þeirra ljóst. Jafnframt að fulltrúar meirihlutans í nefndinni hefðu sífellt gripið fram í fyrir sér og gengið út af fundi er hann tók til máls.

Að auki hefði Elsa H. Yeoman, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, viðhaft persónulegar aðdróttanir í hans garð með því að spyrja hann endurtekið hvort hann væri með Alzheimer-sjúkdóminn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert