Stuðningsfólk í Moskvu fullt eftirvæntingar

Allir í stuði í Moskvu í gær.
Allir í stuði í Moskvu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikill fjöldi Íslendinga er nú kominn til Moskvu þar sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik á HM á morgun við lið Argentínu. Gríðarleg eftirvænting er meðal íslensku stuðningsmannanna í borginni, en allar tegundir tilfinninga brjótast út hjá landanum nú þegar styttist í leikinn. Geðshræringarnar einskorðast þó ekki við Íslendinga því Argentínumenn eru ekki minna spenntir, segir heimildarmaður Morgunblaðsins í Buenos Aires. Hann fullyrðir að sumir þeirra séu verulega hræddir við íslenska liðið.

Leikurinn verður sýndur á risaskjám víða í Reykjavík en líkur eru á að það muni haldast þurrt í borginni meðan á viðureigninni stendur. Ljóst er að á meðan beðið er eftir leiknum gera margir vel við sig í mat og drykk úti í Moskvu en það gera Íslendingar heima fyrir líka. Búist er við að almenn neysla taki stökk en sala á áfengi, gosdrykkjum, grillkjöti og sjónvörpum jókst mikið fyrir EM 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert