Búrfell II gangsett

Búrfellsstöð II var gangsett í dag og skilar 100MW inn …
Búrfellsstöð II var gangsett í dag og skilar 100MW inn á orkunet Íslendinga. mbl.is/Gunnlaugur
Guðni Th. Jóhannesson forseti lagði hornstein Búrfells II. Með honum …
Guðni Th. Jóhannesson forseti lagði hornstein Búrfells II. Með honum er Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Gunnlaugur

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að Búrfellsstöð II og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, gangsetti hana við hátíðlega athöfn í dag.

Búrfellsstöð II er átjánda aflstöð Landsvirkjunar. Við hönnun hennar var leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna. Stöðvarhúsið er neðanjarðar og nýtir stöðin inntakslón og önnur veitumannvirki Búrfellsstöðvar.

Bjarni sagði þetta í samtali við blaðamann vera stóran dag í sögu landsins og ekki síst Landsvirkjunar. Hann benti einnig á að þetta væri gott dæmi um það að hægt væri að standa í orkuframkvæmdum með lágmarksáhrifum á umhverfið, en aflstöðin er neðanjarðar og gefur af sér um 100 MW. Bjarni tók einnig fram að þetta sýndi það mikla verkvit sem Íslendingar búa yfir.

Forsetinn sagði í ræðu sinni að greinilegt væri að vandað hefði verið til verks við byggingu Búrfells II og þakkaði öllu því fólki sem að verkinu stóð.

Bjarni Benediktsson hlaut þann heiður að gangsetja aflstöðina.
Bjarni Benediktsson hlaut þann heiður að gangsetja aflstöðina. mbl.is/Gunnlaugur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert