Byggingarkranar áberandi í borginni

Byggingakranar eru til marks um grósku.
Byggingakranar eru til marks um grósku. mbl.is/​Hari

Byggingarkranar í borginni endurspegla þær miklu framkvæmdir sem í gangi eru. Þeir hafa ekki verið fleiri í sex ár.

Í júnímánuði í ár skoðaði Vinnueftirlitið 47 byggingarkrana en 17 á sama tíma í fyrra. Þá virðast byggingarkranar sem skoðaðir eru á ári á góðri leið með að ná sama fjölda og þegar mest lét árið 2007.

Nú hafa verið skoðaðir 169 byggingarkranar það sem af er ári. Haldi þróunin áfram eru líkur á því að skoðaðir byggingarkranar í ár verði 328 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert