Leigja út ríflega 100 ósamþykkt herbergi

Funahöfði 17a. Alls eru 47 herbergi til leigu í húsnæðinu. …
Funahöfði 17a. Alls eru 47 herbergi til leigu í húsnæðinu. Flestir leigjendanna eru frá útlöndum eða í fjárhagskröggum. mbl/Arnþór Birkisson

Fjörutíu og sjö herbergi, þar af fjórar stúdíóíbúðir og fjórar íbúðir með sérbaðherbergi, eru til leigu í atvinnuhúsnæði við Funahöfða 17a. Öll eru leiguherbergin ósamþykkt, en líkt og fram kom í fréttum í vikunni kom eldur upp í einu herbergjanna í fyrradag.

Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn og var einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar auk áverka í andliti vegna eldsins.

Fjöldi fólks býr í húsnæðinu, sem er í eigu fyrirtækisins Leiguherbergi. Í fyrirtækjaskrá kemur fram að eigandi fyrirtækisins er Símon Kjærnested. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sér sonur hans, Stefán Kjærnested, þó alfarið um reksturinn. Hann rak áður fyrirtækið Húsaleiga ehf., sem einnig leigði út ósamþykkt herbergi á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota árið 2014, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka