Gæti rignt á tónleikum Guns N' Roses í kvöld

Axl Rose söngvari og Slash gítarleikari á tónleikum Guns N' …
Axl Rose söngvari og Slash gítarleikari á tónleikum Guns N' Roses á Parken í Kaupmannahöfn í lok júní. AFP

„Það gætu verið einhverjar skúradembur þegar tónleikarnir eru að byrja en það gæti líka dregið úr þeim fljótlega og orðið þurrt það sem eftir væri kvöldsins,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Þetta gæti sloppið í Laugardalnum en líklega verða einhverjar skúrir,“ bætir Þorsteinn við.

Tónleikar Guns N‘ Roses hefjast klukkan átta í kvöld. Yfir 23.000 miðar hafa verið seldir og því fjölmargir sem munu leggja leið sína á Laugardalsvöllinn í kvöld.  Þorsteinn ráðleggur fólki að mæta með regnheldan jakka og húfu til öryggis „því það gæti orðið svolítið svalt í kvöld“.

Veðurspá klukkan átta í kvöld þegar Guns N' Roses stígur …
Veðurspá klukkan átta í kvöld þegar Guns N' Roses stígur á svið. Skjáskot

Hitinn gæti farið upp í 12-13 gráður seinni partinn, það verður skýjað en frekar milt. Þá verður vindurinn mjög hægur. Það gæti þó rofað til seint í kvöld og sést til himins, segir Þorsteinn.

Ef skoðuð er staðarspá Veðurstofu Íslands fyrir Reykjavík klukkan ellefu í kvöld, þegar tónleikar Guns N' Roses ættu að vera klárast, sést að það gæti birt aðeins til og sést til sólar. Það gæti því orðið fullkominn endir á kvöldinu.

Veðurspá klukkan ellefu í kvöld þegar tónleikarnir ættu að vera …
Veðurspá klukkan ellefu í kvöld þegar tónleikarnir ættu að vera klárast. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert