Harðar umræður á fundi borgarstjórnar

Frá borgarstjórnarfundinum í gær.
Frá borgarstjórnarfundinum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir sumarfrí var haldinn í gær þar sem langar og stundum harðar umræður fóru fram. Um klukkan 22 í gærkvöldi hafði borgarstjórn einungis komist yfir átta mál og var það níunda til umræðu af alls 21 máli sem var á dagskrá fundarins.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gerði fjölmargar athugasemdir við meirihlutasáttmálann, t.a.m. um umhverfismál, húsnæðismál og skólamál, á fundinum í gær. Sagði hann sáttmálann vera samkomulag um óbreytt ástand. „Það er fátt sem vekur von um að þær stóru breytingar sem að margir kölluðu eftir í vor verði að veruleika,“ sagði Eyþór.

Þá var hart tekist á, sérstaklega milli borgarstjóra Dags B. Eggertssonar og Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um hvort þörf væri á nýrri úttekt á starfsemi æðstu stjórnar borgarinnar.

Í tveimur málum var þó mikil samstaða meðal borgarfulltrúa. Annars vegar um tillögu um fleiri göngugötur í borginni, sem var samþykkt mótatkvæðalaust. Hins vegar var gerð málsmeðferðartillaga um loftgæðamál. Tillaga Sjálfstæðisflokksins annars vegar og Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hins vegar um loftgæði voru sameinaðar í eina. Var hin breytta tillaga síðan samþykkt af öllum borgarfulltrúum, að því er fram kemur í umfjöllun um fund borgarstjórnarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert