Tökum þátt vegna EES-samningsins

Þörf er á meiri umræðu um utanríkismál og alþjóðlega þátttöku, …
Þörf er á meiri umræðu um utanríkismál og alþjóðlega þátttöku, segir Baldur Þórhallsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við tökum þátt í þessum þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi í tengslum við aðild okkar að EES-samningnum og á það einnig við um flestallar aðrar þvingunaraðgerðir sem Ísland tekur þátt í. Stjórnvöld ákváðu að farsælla væri að vera í samfloti með helstu bandalagsríkjum okkar innan ESB og Bandaríkjunum en að rjúfa samstöðuna þó að það kostaði þjóðarbúið nokkuð.“

Þetta segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu í dag um þvingunaraðgerðir flestallra ríkja sem teljast til Vesturlanda gegn Rússlandi vegna ólöglegra aðgerða Rússa á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu.

Að sögn Baldurs var í kjölfar samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) gert samkomulag á milli ríkja EFTA/EES og Evrópusambandsins (ESB) þess efnis að EFTA-ríkjunum býðst að taka þátt í svokölluðum pólitískum yfirlýsingum Evrópusambandsins.

„Evrópusambandið ákveður þessar pólitísku yfirlýsingar, s.s. þær sem taka til þvingunaraðgerða, og er Íslandi, Noregi og Liechtenstein boðið að taka þátt í þeim. Framkvæmdin hefur hins vegar verið þannig að ríkjunum þremur er tilkynnt um þær og þau spurð hvort þau vilji vera með eða ekki. Og við erum nánast alltaf með,“ segir Baldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert