Skiptar skoðanir um fjárlög

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2019.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2019. mbl.is/​Hari

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fyrirhugaða lækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpi 2019 um átta milljarða á næstu árum, jákvæða og skref í rétta átt.

Breytingar á tekjuskatts- og bótakerfinu séu einnig jákvæðar og beint innlegg í komandi kjarasamninga á vinnumarkaði. Í ítarlegri umfjöllun um fjárlagafrumvarpið í Morgunblaðinu í dag segir  Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að fjárframlög til stuðnings launafólki dugi ekki til að liðka fyrir í komandi kjaraviðræðum.

Barnabætur munu hækka um 1,6 milljarða kr. á milli ára eða sem nemur 16% hækkun. Persónuafsláttur hækkar síðan um 1% umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. Hækkar persónuafslátturinn þannig um 4% á næsta ári.

Heildarútgjöld ríkissjóðs munu samkvæmt frumvarpinu aukast um 7% að nafnvirði og framlög til heilbrigðismála um 12,6 milljarða kr. að raunvirði frá árinu 2018, þar af 7,2 milljarða til byggingar nýs Landspítala. Framlög til félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækka um 13,3 milljarða kr. að raunvirði á sama tímabili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert