Borgarlínustöð ný þungamiðja

Svona hafa arkitektar séð fyrir sér Borgarlínustöð á Krossmýrartorgi
Svona hafa arkitektar séð fyrir sér Borgarlínustöð á Krossmýrartorgi Teikning/ARKÍS

Með nýju Krossmýrartorgi á Ártúnshöfða verður til ný miðstöð verslunar og þjónustu í borginni. Páll Gunnlaugsson, arkitekt hjá ASK-arkitektum, vinnur að deiliskipulagi torgsins. Hann segir unnið að útfærslu á gatnakerfi svæðisins með tilliti til umferðar af ýmsu tagi.

Björn Guðbrandsson, arkitekt hjá Arkís, segir torgið mikilvægt. „Það má segja að Borgarlínan sé lykilatriði í því að torgið verði jafn kröftugt og menn sjá fyrir sér. Það má gera ráð fyrir að þarna verði þungamiðjan í verslun og þjónustu í þessu hverfi,“ segir Björn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður samgöngu- og skipulagsráðs, athugun benda til að mögulegt verði að þétta byggðina meira meðfram Borgarlínu en talið var.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert