Lán Vegagerðarinnar greidd með vegtollum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heildarlán Vegagerðarinnar fyrir vegaframkvæmdum sem sett verða í forgang verða borguð með veggjöldum. Frá þessu greinir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í samtali við RÚV. Heildarlánið verður minnst 50 til 60 milljarðar króna og stefnt er að því að þau verði borguð að loknum verktíma sem yrði í fyrsta lagi 2024.

Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að þær framkvæmdir sem hann sjái fyrir sér að fái forgang verði á leiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu, svo sem Reykjanesbraut, Suðurlandsvegur og Vesturlandsvegur inn í borgina.

Af­greiðslu sam­göngu­áætlun­ar til næstu fimm ára og lengri tíma hef­ur verið frestað til 1. fe­brú­ar á næsta ári. Þings­álykt­un­ar­til­lög­ur sam­gönguráðherra um áætlunina hafa verið til um­fjöll­un­ar í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins frá því í lok sept­em­ber. Málið hef­ur tekið þá stefnu á þess­um tíma að stuðning­ur hef­ur vaxið við hug­mynd­ir um flýt­ingu vega­fram­kvæmda með lán­töku og inn­heimtu veggjalda.

Til stendur að ríkisstjórnin fái heimild til að stofna félag í þeim tilgangi að safna fé að tilteknum framkvæmdum hringinn í kringum landið. Áherslan verði þó mest á leiðum umhverfis höfuðborgina, að sögn Sigurðar Inga. Fénu verður safnað saman í sjóð sem á helst að vera í vörslu Vegagerðarinnar og fé úr sjóðnum á eingöngu að fara í þessar tilteknu framkvæmdir. Tilgangurinn er að hafa fjármögnunina eins ódýra og skilvirka og hægt er, að sögn ráðherra.

Ekki hefur verið útfært hverjir muni veita lánin til framkvæmdanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert