Nýtt mat á launum forstöðumanna ríkisstofnana

Fjármálaráðuneytið reiknar út kaup forstöðumanna ríkisstofnana.
Fjármálaráðuneytið reiknar út kaup forstöðumanna ríkisstofnana. ml.is/Þorkell Þorkelsson

Nýtt matskerfi á launauppbyggingu forstöðumanna ríkisstofnana tekur gildi um áramótin en starfsstéttin heyrði áður undir kjararáð. Fjármálaráðuneytið metur nú laun hvers og eins forstjóra fyrir sig.

„Forstöðumönnum bárust bréf í vikunni frá fjármálaráðuneytinu þar sem þeim var kynnt niðurstaða úr þessu matskerfi sem búið er að byggja upp. Sem tiltekur ákveðna þætti varðandi umfang, álag, umsýslu og fleira. Niðurstaðan úr því mati er einhver tala sem menn voru að fá senda hver og einn í sérstöku bréfi,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

„Það er svo samtal sem viðkomandi forstöðumenn þurfa að eiga við sitt ráðuneyti um niðurstöðu matsins og hvort menn séu sáttir og hvað þá eigi að gera. Þessi samtöl eru eitthvað byrjuð en eru að stærstum hluta eitthvað sem er eftir.“

Ekki hafa allir ríkisforstjórar fengið bréf með nýja matinu heim en þrátt fyrir það verða laun greidd út samkvæmt nýja matskerfinu fyrsta janúar á næsta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert