Bæta þarf við tveimur Búrfellsstöðvum

Bæta þarf við sem svarar tveimur Búrfellsvirkjunum.
Bæta þarf við sem svarar tveimur Búrfellsvirkjunum.

Ef orkuskipti í samgöngum á landi ganga hraðar fyrir sig en reiknað er með í raforkuspá verður raforkunotkun meiri næstu árin og áratugina en spáin gerir ráð fyrir en notkunin verður þó í lok spátímans svipuð og gert var ráð fyrir.

Ekki eru talin nein vandkvæði á að afla orku fyrir aukna almenna notkun, samkvæmt spám. Þó þarf að bæta við orkuöflun sem svarar til tveggja Búrfellsvirkjana I, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Síðasta raforkuspá var gerð árið 2015 og er uppreiknuð árlega en endurskoðuð frá grunni á fimm ára fresti. Á síðasta ári voru sýndar há- og lágspár, til hliðar við spá um raforkunotkun. Í nýjum endurreikningi sem miðast við raforkunotkun á síðasta ári og ýmsar upplýsingar sem fram hafa komið síðan síðasti endurreikningur var gerður eru sýndar þrjár sviðsmyndir til hliðar við raforkuspá. Meðal annars er litið til stefnu stjórnvalda um orkuskipti og umhverfismál og spár Hagstofu Íslands um áætlaðan fólksfjölda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert