Pálmarnir sagðir rómantískt fíaskó

Perlan í vetrarstillum.
Perlan í vetrarstillum. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég myndi segja að þetta hefði verið döpur reynsla, þetta var nú kannski ekki besti staðurinn fyrir þetta. Birtuna vantaði, það vantaði sólina og vökvunin ekki nógu góð,“ segir Bjarni Ingvar Árnason um pálmatré sem komið var fyrir í Perlunni 1991 og drápust innan þriggja ára. Bjarni rak veitingastað Perlunnar í um tvo áratugi.

„Þetta kostaði milljónatugi, ég man ekki hve marga. En okkur tókst að komast hjá því að eiga þessi tré, það var í raun stór varnarsigur þar sem við höfðum ekki áhuga á að eiga þetta og Hitaveitan þurfti að punga út fyrir þessu, þetta voru rosalegir peningar. Svo endaði það með því að frekar en rífa uppsetninguna niður, það kostaði svo mikið að koma þessu fyrir, var komið fyrir gervipálmatrjám sem skorpnuðu upp og misstu litinn á fáum árum og héngu þarna sem einhverjir draugar,“ segir Bjarni.

Hann segist ekki mæla með áformum um að koma fyrir pálmum í Vogahverfi að fenginni reynslu. „Ég myndi halda að þessu fylgdu um tíu vandamál og lítil gleði. Þú getur ímyndað þér muninn á hita og kulda þarna inni, bara það. Hiti, kuldi, raki. Það verða öll elementin á móti þeim. Þetta er fíaskó, eins rómantískt og þetta er, þá er þetta fíaskó.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert