Salernin frosin á Jökulsárlóni

Frá Jökulsárlóni.
Frá Jökulsárlóni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Salernin á Jökulsárlóni eru frosin. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðar. Er mælt með því að fólk skipuleggi heimsóknir sínar á svæðið í samræmi við það.

Steinunn Hödd Harðardóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á Suðursvæði og umsjónarmaður með Breiðamerkursandi, segir aðspurð í samtali við mbl.is að salernin, það er lagnirnar að þeim, hafi verið frosin um tíma núna og óvíst hversu lengi það ástand vari.

Salernin hafi frosið einu sinni áður í vetur en þá hafi ástandið staðið yfir í tvo, þrjá daga. Hins vegar sé mun kaldara núna. Næstu salerni eru í 20-30 kílómetra fjarlægð.

Steinunn segir lítið við þessu að gera. Það verði einfaldlega að taka mið af aðstæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert