Frestar orkupakka

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Þetta mál er í vinnslu í ráðuneytinu og þeirri vinnslu er ekki lokið. Það er verið að skoða málið gaumgæfilega og við munum taka okkur þann tíma í það sem þarf,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Boðað hafði verið í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar að lögð yrðu fram þingmál í febrúar um samþykkt svonefnds þriðja orkupakka Evrópusambandsins vegna aðildar Íslands að EES-samningnum.

Ekkert bólar hins vegar á þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingar á EES-samningnum vegna innleiðingar á þriðja orkupakkanum. Þær upplýsingar fengust í ráðuneytinu að engin ákvörðun hefði verið tekin um frekari frestun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert