Vilja sálfræðinga inn í skólana

Nemar vilja aðgang að ókeypis sálfræðiþjónustu í skólum.
Nemar vilja aðgang að ókeypis sálfræðiþjónustu í skólum. mbl.is/​Hari

Mikill áhugi er meðal framhaldsskólanema á að boðið sé upp á ókeypis sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna. Kjósa þeir frekar að geta haft aðgang að slíkri þjónustu í skólanum en á heilsugæslustöðvum.

Lítill áhugi er á sálfræðiþjónustu í gegnum netið, nemendur kjósa frekar persónuleg samtöl við sálfræðinga. Margir nemendur vita ekki hvort sálfræðiþjónusta er í boði innan skólans og bæta þarf upplýsingagjöf um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta er meðal niðurstaðna skoðanakönnunar sem gerð var meðal framhaldsskólanema hér á landi í síðasta mánuði.

Átta þúsund svöruðu

Samkvæmt upplýsingum frá Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur, formanni framkvæmdastjórnar Sambands íslenskra framhaldsskólanema, var könnunin lögð fyrir á tveggja vikna tímabili í 24 framhaldsskólum í gegnum Innu, kennslu- og upplýsingakerfi í skólunum. Alls svöruðu í kringum átta þúsund manns könnuninni og þessa dagana er verið að vinna úr niðurstöðunum. Þær verða birtar í heild sinni á næstu vikum. Könnunin var gerð í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert