Herjólfur siglir til Landeyjahafnar

Herjólfur á siglingu.
Herjólfur á siglingu. mbl.is/Sigurður Bogi

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun á morgun sigla í fyrsta sinn á þessu ári til Landeyjahafnar. Síðustu daga hefur verið unnið af kappi við að dæla sandi úr höfninni og er hún nú orðin fær fyrir Herjólf.

Frá þessu er greint á vefnum Eyjar.net, en þar er rætt við Guðbjart Ellert Jónsson, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf.

Hann segir að það verði siglt samkvæmt áætlun, en tekur fram að það sé lágmarksdýpi á svæðinu og því eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum. 

Fram kemur á heimasíðu ferjunnar, að dýpkun hafi gengið vel undanfarna daga og er dýpi í innsiglingu komið niður í það lágmark sem þurfi til. Haldið verður áfram að dýpka samhliða siglingum Herjólfs næstu daga.

Farþegar sem eiga bókað með Herjólfi næstu daga eru engu að síðu beðnir að fylgjast vel með þar sem aðstæður geta tekið breytingum og þar með siglingaráætlun ferjunnar.

Sjá nánar á heimasíðu ferjunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert