Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldað

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynntu aðgerðir varðandi kolefnisbindingu votlendis og bætta landnýtingu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska ríkið mun verja 2,1 milljarði á næstu fjórum árum í kolefnisbindingu votlendis og bætta landnýtingu í þágu loftlagsmála. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í Elliðaárdalnum í dag.

Samkvæmt því sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynntu á fundinum verður umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldað frá 2018 til 2022 og endurheimt votlendis aukin til muna.

Áætlað er að árlegur loftlagsávinningur af kolefnisbindingu og endurheimt votlendis verði 50% meiri árið 2030 miðað við núverandi umfang með nýjum aðgerðum sem ráðast á í á næstu fjórum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert