Brátt hægt að skoða steinbryggjuna

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, brá sér á bryggjuna. Hann hafði …
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, brá sér á bryggjuna. Hann hafði ekki áður stigið þar fæti. mbl.is/sisi

Senn líður að því að fólk geti sest niður og virt fyrir sér eina elstu og sögufrægustu bryggju landsins, steinbryggjuna við hlið Tollhússins í Reykjavík. Eftir er að ganga frá stáli, rafmagni og lýsingu. Þau verk munu klárast núna í ágúst.

Steinbryggjan var upphaflega reist af bæjarsjóði Reykjavíkur árið 1884. Hún þótti á sínum tíma dýr en mikil framför miðað við litlu trébryggjurnar út af fjörukambinum sem voru í einkaeigu kaupmanna. Steinbryggjan var fyrsti viðkomustaður þeirra sem komu til landsins. Danakonungar, drottningar, prinsar og annað tignarfólk gekk upp bryggjuna.

Bryggjan var vel sýnileg fram að seinni heimsstyrjöld, en fór þá undir uppfyllingu. Hún hefur skotið upp kollinum af og til við gatnaframkvæmdir og lagnavinnu.

Þegar gamla steinbryggjan, sem liggur undir Pósthússtræti, kom í ljós við gatnaframkvæmdir í fyrrasumar var ákveðið að breyta hönnun götunnar og gera bryggjuna sýnilega á nýjan leik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert