Lægi fyrr dauður en að taka við af Áslaugu Örnu

Brynjar Níelsson hafði verið orðaður við embætti dómsmálaráðherra en var …
Brynjar Níelsson hafði verið orðaður við embætti dómsmálaráðherra en var ekki valinn að þessu sinni. mbl.is/Eggert

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur engan áhuga á að taka við þeim störfum sem nýskipaður dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hverfur frá eftir að hún tók formlega við embætti ráðherra í dag.

Í facebookfærslu Brynjars segist hann hafa séð frétt þar sem fullyrt var að hann myndi taka við starfi ritara Sjálfstæðisflokksins af Áslaugu nú eða taka við sem formaður utanríkismálanefndar.

„Fyrr lægi ég dauður en að taka að mér starf ritara og tæplega með meðvitund samþykkti ég að verða formaður utanríkismálanefndar,“ skrifar Brynjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert