Setningarræða Bjarna á flokksráðsfundi

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setti flokksráðs- og formannafund Sjálfstæðisflokksins kl. 11, en fundurinn fer nú fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Hægt var að fylgjast með í beinni útsendingu á mbl.is.

Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.

Í framhaldinu munu flokksráðsmenn skipta sér niður á borð í anda hringferðar þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ræða um afmörkuð málefni.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, mun að því loknu ávarpa fundinn og með því opna á almennar stjórnmálaumræður þar sem m.a. verða dregnar upp helstu niðurstöður úr umræðum á borðum. Fundurinn afgreiðir síðan stjórnmálaályktun í lokin.

Fundarstjóri verður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins, að því er fram kemur á vefsíðu flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert