Mun kosta um 10 milljarða

Margir sóttu fund Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á …
Margir sóttu fund Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Hótel Sögu í gærkvöldi þar sem ráðherrann ræddim.a. nýja stefnu stjórnvalda varðandi vegaframkvæmdir og veggjöld. Fékk ráðherrann margar spurningar um málið úr salnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn er ekki búið að ákveða hvenær Sundabraut verður lögð og þá hvernig það verður gert. Sundabraut er ekki inni í samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem gerður er til 15 ára. Helst er til skoðunar að Sundabraut verði lögð sem lágbrú eða jarðgöng.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hélt erindi um samgöngusáttmálann og fleira tengt samgöngum á opnum fundi á Hótel Sögu í gær. Spurður hvort það að Sundabraut sé ekki inni í sáttmálanum þýði að ekki verði ráðist í framkvæmd hennar fyrr en eftir 15 ár segir Sigurður Ingi:

„Ég hyggst eiga samtal um Sundabraut við Faxaflóahafnir, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu á næstu mánuðum með það að markmiði að finna út hvort lágbrúarleiðin sé fær.“

Jarðgöng mögulega úrelt leið

Lágbrúarleiðin er ódýrari kostur en jarðgöng og myndi hún einnig nýtast fleiri samgöngumátum en einkabílum.

„Þegar það liggur fyrir hvort lágbrúarleiðin sé fær eða ekki þá myndum við taka ákvörðun um að fara hina leiðina sem er jarðgangaleiðin. Það er samt sem áður talað um að þau jarðgöng sem eru í þessum gömlu pappírum séu úrelt og það sé hægt að finna nýjar leiðir, ódýrari og betri,“ segir Sigðurður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert