Umsækjendurnir mega njóta nafnleyndar

Í málinu var deilt um þá ákvörðun RÚV að synja …
Í málinu var deilt um þá ákvörðun RÚV að synja beiðni blaðamannsins Jakobs Bjarnar Grétarsssonar, blaðamanns á Vísi, um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjanda um stöðu útvarpsstjóra. Úrskurðarnefndin staðfestir ákvörðun RÚV um að synja beiðninni. Ekki felst í niðurstöðunni að RÚV sé þetta óheimilt að afhenda umbeðin gögn, heldur aðeins að félaginu sé það ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga. Ljósmynd/Aðsend

Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur úrskurðað að Ríkisútvarpinu hafi verið heimilt að leyfa umsækjendum um starf útvarpsstjóra að njóta nafnleyndar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins.

Fram kemur, að ákvörðun stjórnarinnar um að birta ekki nöfnin hafi sem kunnugt verið kærð til úrskurðarnefndarinnar á þeim forsendum að upplýsingalög skylduðu stofnunina til að birta nöfn umsækjenda.

„Nú hefur verið staðfest að svo er ekki, þar sem starfsfólk RÚV er ekki opinberir starfsmenn,“ segir stjórnin. 

„Rétt er að upplýsa að sú ákvörðun stjórnar að birta ekki nöfn umsækjenda var tekin að vandlega athuguðu máli og með hagsmuni almennings í huga. Trúnaður um nöfn umsækjenda er að mati ráðgjafa í ráðningamálum mikilvægur til að hámarka gæði umsókna. Slíkur trúnaður dregur ekki úr gagnsæi umsókna og ráðningarferlisins, en eykur þvert á móti trúverðugleika þess gagnvart umsækjendum sem þurfa ekki að taka þá áhættu að starfsumsókn valdi þeim tjóni á öðrum vettvangi,“ segir ennfremur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert