Hjón fá fimm milljónir í bætur

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkislögmaður hefur fallist á að greiða hjónum fimm milljónir króna í miskabætur og 1,8 milljónir í málskostnað vegna mistaka á fæðingardeild Landspítalans sem urðu til þess að nýfætt barn þeirra lést.

Þetta kom fram í útvarpsfréttum RÚV.

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson misstu son sinn Nóa Hrafn árið 2015 en þau ræddu opinskátt um þessa lífsreynslu í Kastljósi Sjónvarpsins árið 2016.

Málið hefur velkst um í kerfinu í fimm ár. Spítalinn gekkst við mistökum starfsfólks síns. Lögreglan hefur rannsakað málið frá haustinu 2016. Í september síðastliðnum stefndi lögmaður hjónanna Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna atviksins og hófust samningaviðræður snemma á þessu ári.

Á mánudag var skrifað undir samkomulagið um bæturnar, sem eru mun lægri en farið var fram á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert