Varasöm hengja í vesturbrún Mosfells

Vesturhlíð Mosfells síðdegis 30. janúar. Sjá má hengju skammt neðan …
Vesturhlíð Mosfells síðdegis 30. janúar. Sjá má hengju skammt neðan brúnarinnar sem kögglar hafa hrunið úr. Ljósmynd: Tómas Jóhannesson/af vef Veðurstofu Íslands

Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands varar við varasamri hengju í vesturbrún Mosfells.

Staðkunnugur Mosfellingur hafði sambandi við snjóflóðavakt og kvaðst hafa áhyggjur af hættu í vesturhlið Mosfellsins þar sem nú má sjá allstóran og brattan skafl upp við fjallsbrúnina. Hann sagðist vita af því að þarna hafi fallið snjóflóð og nefnir að veturinn 1983/1984 hafi verið þarna mikill skafl, mun meiri en nú, og þá hafi menn haft áhyggjur af snjóflóðum. Hann sagði þá sem ganga á fjallið oft fara fram á brúnina þarna að vestanverðu til þess að njóta útsýnis. Það geti verið mjög hættulegt nú vegna þess að hætta sé á að menn gangi fram á brún skaflsins sem er nú talsvert utan við hina eiginlegu fjallsbrún.

Meðfylgjandi ljósmynd sýnir þennan skafl í kvöldsólinni í gær og sést vel hversu brattur hann er og að rétt er að fara varlega á fjallstoppnum þótt almennt sé ekki mikill snjór í hlíðinni nema þarna. Þetta  minnir á að skafsnjór safnast gjarnan á ákveðna staði þar sem ferðalöngum getur verið mikil hætta búin. Það þarf alltaf að gæta varúðar þegar farið er um fjöll að vetrarlagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert