Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir SI

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Árni Sæberg

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, gagnrýnir Samtök iðnaðarins harðlega vegna umfjöllunar þeirra undanfarið um upprunaábyrgðir.

Í tilkynningu samtakanna á miðvikudag sögðust þau telja að sala hérlendra raforkufyrirtækja á svokölluðum upprunaábyrgðum orki verulega tvímælis og grafi undan ímynd Íslands sem lands endurnýjanlegrar orku.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Hörður að Samtök iðnaðarins og Samál hafi um nokkurt skeið staðið í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í eigu almennings. Á sama tíma reyni Rio Tinto, aðildarfyrirtæki þeirra, að fá lækkað raforkuverð.

„Málflutningur samtakanna í þessu máli einkennist af ítrekuðum rangfærslum,“ skrifar hann og spyr samtökin fimm spurninga, meðal annars hvort þau geti bent á einhvern skaða sem hafi orðið á ímynd Íslands.

Einnig spyr hann hvort samtökin telji að alþjóðleg stórfyrirtæki eigi að borga það sama fyrir græna þátt raforkunnar á Íslandi og þau greiða í öðrum löndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert