Innstæður í bönkum skerðast

Aðeins 91 milljarður af innstæðum heimilanna er á verðtryggðum almennum …
Aðeins 91 milljarður af innstæðum heimilanna er á verðtryggðum almennum bankareikningum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mikill meirihluti sparifjár heimilanna í bönkunum er óverðtryggður og er því langtímum saman með lægri vexti en nemur verðlagsþróun.

Aðeins 91 milljarður var í verðtryggðum almennum innlánum í lok síðasta árs af alls 955 milljarða króna innlánum, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt samantekt á tölum úr skattframtölum fyrir árið 2018 voru vextir af innstæðum í bönkum að meðaltali 2,5% og af innstæðum barna 1,5%. Hvorutveggja er undir verðlagsþróun því verðbólga á árinu var 3,7% samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert