Skimun ÍE bendir til að 1% landsmanna beri veiruna

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með veiruna. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Silfrinu á RÚV í dag. Eru það um 3.600 manns.

Þórólfur sagði tilganginn með sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar að sjá hversu mikil útbreiðsla veirunnar er í samfélaginu almennt, en hingað til hafa aðallega verið tekin sýni úr fólki sem hefur ferðast um áhættusvæði og er því líklegra en ella til að bera veiruna. Þannig hafa um 10% þeirra einstaklinga sem áður höfðu farið í skimun reynst bera veiruna.

Þórólfur sagði að nauðsynlegt væri að skoða niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar betur. Þá ættu þeir einstaklingar sem hafa tekið prófið eftir að fá niðurstöður sínar sjálfir, en þeir geta nálgast þær þegar þar að kemur á heimasíðunni heilsuvera.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert