Ekki vísindalega rökstudd tilmæli

„Þessi tilmæli virðast ekki vera rökstudd með vísan til heilbrigðis- eða vísindalegra sjónarmiða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, um tilmæli framkvæmdastjórnar ESB um að loka ytri landamærum Schengen. Von er á að staðan skýrist frekar í dag.

Á þeim forsendum komu þau Áslaug Arna og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fram mótmælum íslenskra stjórnvalda til sendiherra ESB á Íslandi á fundi í gær. Þeim hefur verið komið áleiðis til framkvæmdastjórnarinnar. Í dag fer fram leiðtogafundur ESB þar sem gert er ráð fyrir nánari útfærslu á því hvernig lokun landamæranna á að vera framkvæmd.

Í myndskeiðinu ræðir Áslaug Arna um stöðuna við fréttamenn eftir að fundi ríkisstjórnar lauk um hádegisbil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert