737 hafa greinst með kórónuveiruna

Það eru fáir á ferli um þessar mundir. Þessi mynd …
Það eru fáir á ferli um þessar mundir. Þessi mynd var tekin á Laugavegi í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls hafa 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi og er þetta fjölgun um 89 á einum sólarhring. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum á covid.is.

Samtals er 681 í einangrun. Ellefu eru á sjúkrahúsi og 56 hafa jafnað sig eftir að hafa fengið veiruna.

9.013 manns eru í sóttkví og 2.096 hafa lokið sóttkví. 11.727 sýni hafa verið tekin.

590 manns hafa smitast á höfuðborgarsvæðinu, 74 á Suðurlandi, 30 á Suðurnesjum, 14 á Norðurlandi vestra, 8 á Norðurlandi eystra, 4 á Vesturlandi, 1 á Austurlandi, 1 á Vestfjörðum og 7 smit eru óstaðsett.

375 karlar hafa smitast af veirunni og 362 konur. 

Flestir sem hafa greinst eru á aldrinum 40 til 49 ára, eða 165. Ellefu börn á aldrinum 0 til 9 ára hafa smitast og 40 á aldrinum 10 til 19 ára. Einn hefur smitast á aldrinum 80-89 ára og einn á aldrinum 90-99 ára. 



Þetta er staðan víða í samfélaginu í dag.
Þetta er staðan víða í samfélaginu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert