Skráningum í Siðmennt fjölgar mest

Flestar skráningar hafa verið úr þjóðkirkjunni, eða 413 talsins.
Flestar skráningar hafa verið úr þjóðkirkjunni, eða 413 talsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls voru 230.741 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna 1. maí síðastliðinn skv. skráningu Þjóðskrár Íslands, en þeim hefur fækkað um 413 síðan 1. desember 2019.

Næst kemur kaþólska kirkjan með 14.653 sóknarbörn, þar sem fjölgaði um 99 og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.005, en þar bættist einn í söfnuðinn á tímabilinu.

Frá 1. desember sl. hefur fjölgunin verið mest í Siðmennt eða um 190 manns.  Í ásatrúarfélaginu hefur fjölgað um 147 félaga. 

Alls voru 26.525 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga 1. maí sl. eða 7,2% landsmanna. Alls eru 53.973 landsmanna með ótilgreinda skráningu eða 14,7%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert