Veiran hefur áhrif á starfsemi í skurðlækningaþjónustu

Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur verið virkjuð vegna faraldursins og …
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur verið virkjuð vegna faraldursins og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd funda daglega. Ljósmynd/Landspítali

Ljóst er að einangrun og sóttkví starfsmanna Landspítalans vegna Covid-19 hefur haft áhrif á starfsemi í skurðlækningaþjónustu og hefur aðgerðum verið frestað vegna þessa. Aðgerðum er forgangsraðað þannig að allar brýnar aðgerðir eru framkvæmdar, s.s. krabbameinsaðgerðir og aðrar sem ekki þola bið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans. 

Eins og fram hefur komið, er Landspítali á hættustigi vegna faraldursins og því var viðbragðsáætlun spítalans vegna farsótta virkjuð. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd funda daglega vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert