265 þúsund tonna snjóflóð

Varnargarðarnir beindu snjóflóðunum að mestu frá byggðinni.
Varnargarðarnir beindu snjóflóðunum að mestu frá byggðinni. mbl.is/Hallur Már

Niðurstöður rúmmálsreikninga á snjóflóðunum sem féllu á Flateyri 14. janúar 2020 sýna að flóðið úr Skollahvilft var um 315 þúsund m3 og 150 þúsund tonn. Flóðið úr Innra-Bæjargili var um 240 þúsund m3 og um 115 þúsund tonn.

Til samanburðar er talið að hamfaraflóðið sem féll úr Skollahvilft 26. október 1995 hafi verið um 430 þúsund m3 og 180 þúsund tonn að stærð. Flóðið sem féll úr Skollahvilft í janúar 2020 er því nokkru minna en flóðið 1995, samkvæmt nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands. Þar er tekið fram að veruleg óvissa sé í mati á rúmmáli flóðanna. Samkvæmt grófu mati er hún +/- 50 þúsund m3 fyrir hvort flóð.

Doppler-radar á Skollahvilftargarðinum mældi hraða snjóflóðsins úr Skollahvilft eftir að það kom út úr gilkjaftinum í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Tvö loftnet voru á garðinum og beindist það efra að svæðinu neðan gilkjaftsins en það neðra að flóðinu þar sem það flæddi meðfram garðinum. Snjóflóðið braut efra mastrið. Efri radarinn náði því aðeins mælingum meðan flóðið flæddi milli gilkjaftsins og garðsins. Neðri radarinn sýndi hraða flóðsins í meira en hálfa mínútu meðan það streymdi meðfram garðinum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert