Björguðu manni sem féll ofan í vök

Slökkviliðsmenn að störfum í gær.
Slökkviliðsmenn að störfum í gær. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom í gær ungum manni á mótorhjóli til bjargar. Maðurinn var hætt kominn á Hafravatni þegar hann féll ofan í vök. 

Betur fór en á horfðist og var hann fluttur á slysadeild til skoðunar.
Vegna mengunarhættu var ákveðið að ná í mótorhjólið sem var 30 metra frá landi og á 10 metra dýpi. Kafari slökkviliðsins notaði lyftipúða til að fleyta hjólinu upp á yfirborðið áður en það var dregið í land.

Í gær var ungur maður á mótorhjóli hætt kominn á Hafravatni þegar hann féll ofan í vök. Betur fór en áhorfðist og var...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Fimmtudagur, 31. desember 2020
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert